Heimsmarkmiðabókin

Markmið: 15

Líf á landi

Markmið 15: Líf á landi

Spurningar

  • Orðið húsráðandi er notað um þá sem bera ábyrgð á heimilislífinu. Hvað felst í því að við mannfólkið eigum að bera ábyrgð á jörðinni, sameiginlegu heimili alls lífs sem vitað er um í alheiminum?
  • Hvaða trúarlega og andlega merking getur falist í því að draga fram líffræðilegan skyldleika okkar mannfólksins við allt líf á jörðinni?

Markmið 15: Líf á landi

Áskorun

Að stuðla að landvernd er sístætt verkefni fyrir stjórnmálafólk og almenning. Vitið þið um dæmi þess að náttúruvernd lúti í lægra haldi fyrir hagsmunum annarra? Hvað getum við gert til að verða flinkari í því að vernda náttúruna?

Markmið 15: Líf á landi

Bæn

Guð sem gefur lífið, gefðu að við getum undrast og glaðst yfir náttúrunni. Hjálpaðu okkur að stíga létt til jarðar á lífsgöngunni svo að vistspor okkar verði ekki of stórt. Takk fyrir að við fáum að vera hluti af heildinni. Kenndu okkur að finna okkar stað í þessum fallega heimi. Allt og allir hvíla í faðmi þínum Guð. Amen.

Close