Heimsmarkmiðabókin

Markmið: 16

Friður og réttlæti

Markmið 16: Friður og réttlæti

Spurningar

  • Hver er munurinn á skilningi Biblíunnar og samfélagsins nú á hugtökunum friður og réttlæti?
  • Það er ekkert réttlæti án friðar og enginn friður án réttlætis. Er þetta rétt? Getið þið nefnt einhver dæmi úr samtímanum til að varpa ljósi á sannleiksgildi þessara orða?

Markmið 16: Friður og réttlæti

Áskorun

Hafið þið hugmyndir um hluti sem hægt er að gera til að hjálpa og styðja við fólk sem verður fyrir ofbeldi í þínu samfélagi? Getum við á Íslandi gert eitthvað til að vinna gegn ofbeldi annarsstaðar í heiminum, hvort sem það er stríð, mannréttindabrot eða aðrar birtingarmyndir ofbeldis?

Markmið 16: Friður og réttlæti

Bæn

Guð friðar, við biðjum fyrir öllum sem lifa við ofbeldi, að þau megi upplifa réttlæti og finna frið. Vaktu yfir hjörtum okkar og styrktu þau sem vinna að réttlæti í samfélaginu. Leiddu fætur okkar inn á veg friðar. Allt og allir hvíla í faðmi þínum Guð. Amen.

Close