Heimsmarkmiðabókin

Markmið: 5

Jafnrétti kynjanna

Markmið 5: Jafnrétti kynjanna

Spurningar

  • Hverjar eru orsakir þess að kirkjan hefur í gegnum tíðina virst tvístígandi í umræðunni um jafnrétti kynjanna?
  • Hvernig getum við haldið saman hugmyndum um fjölbreytni og jafnrétti kynjanna í jafnréttisumræðunni?

Markmið 5: Jafnrétti kynjanna

Áskorun

Er eitthvað hægt að gera í þínu nærumhverfi, í vinnu, skóla eða frístundastarfi, til að undirstrika og vekja athygli á að allt fólk hefur sama manngildi og sömu réttindi óháð kyni?

Markmið 5: Jafnrétti kynjanna

Bæn

Guð, þú sem hefur skapað okkur öll í þinni mynd, gert okkur að systkinum, þú berð okkur í móðurhjarta þínu og ert faðir allra barna þinna. Hjálpaðu okkur að ganga hlið við hlið, í friði og af virðingu. Allt og allir hvíla í faðmi þínum Guð. Amen.

Close